Hvað er rétt

Mér finnst nú alveg óþarfi að íslenskir skattgreiðendur bæti á sig kostnaði við þá sem teknir eru með eiturlyf úti í heimi. Fólkið verður bara að sætta sig við afleiðingarnar það tekur áhættu. Ég get engan veginn vorkennt þessu fólki og það er kostur að það gerir ekkert af sér á meðan það situr inni. Eins finnst mér alveg ótækt að í hvert skipti sem eitthvert umtalsvert magn af eiturlyfjum finnst við leit hér á landi þá skuli það ævinlega vera tíundað af fjölmiðlum hversu mikið verðmæti það er í smásölu í stað þess að benda á hversu mikið þetta magn hefði kostað þjóðarbúið í umönnun þessa ólánsfólks sem  ánetjast fíkniefnum. Ég held að þessi fréttaflutningur sé nú ekki til þess fallinn að draga úr innflutningi. Þegar fólk meðtekur það í fjölmiðlum hvernig megi með smáinnflutningi hreinlega redda fjárhagsstöðunni úr mínus yfir í plús.
mbl.is Íslensk kona handtekin í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalán

Mikið hefur verið skrifað um lánveitingar Glitnis til ungra barna undanfarið til hlutabréfakaupa. Þetta eru nú kannski ekki stórar tölur. Nokkrar milljónir eru þetta samt. Bankinn viðurkennir að um mistök hafi verið að ræða og þessi lán verði einfaldlega felld niður sem er nú gott og blessað svo langt sem það nær.  Reyndar er talað um að bankinn hafi brotið lög með þessum gjörningi. Þetta voru að sjálfsögðu vaxtalaus lán og líklega kostnaðarlaus líka þannig að þau standa enn í þeirri upphæð sem þau voru þegar þau voru tekin. Hvergi hef ég rekist á neitt um hlutabréfin sem lánað var út á. Þau eru að vísu verðlítil en tekur bankinn þau ekki líka? eða fá krakkarnir að halda þeim fyrir ekki neitt. Segjum nú svo að þessi merkilegu bréf hefðu í stað þess að falla hækkað um ja kannski 50% sem er nú svolítið ýkt. Hvernig hefði þá lagalega hlið bankans verið túlkuð? Hefðu þetta þá verið mistök eða lögbrot? Hefði bankinn þá afskrifað þessi lán til þeirra einstaklinga sem ekki voru lögráða en látið hina borga. Og hvað hefði þá orðið um bréfin Líklegast er að þá hefðu allir unað glaðir við sitt og ekkert komist í blöðin. Þannig eru starfsreglur auðvaldsins.

Læt þessu lokið að sinni góðar stundir


Þetta er síminn

Nú er ég búinn horfa á skemmtilega dagskrá í sjónvarpinu yfir páskana. Hún hefur að vísu verið skyggð af skemmtilegum ramma sem kemur yfir skjáinn og inniheldur setninguna setjið smartkort í myndlykilinn og ýtið á ok. Ástæðan fyrir þessu er bilaður straumbreytir við afruglarann og þjónusta símans er nú ekki betri en það að það var ekki nokkur leið að redda okkur öðrum straumbreyti fyrr en verslun SÍMANS opnaði í Ármúlanum eftir páska. Þjónustan er greinilega fólgin í því að plokka almúgann. Strákurinn minn fékk auka afruglara og hann gat víst ekki tengt hann sjálfur heldur kom maður frá símanum með ruglarann til að tengja hann.strákurinn tengdi afruglarann en maðurinn settist við tölvuna og setti inn einhverjar tölur sem hver og einn hefði getað gert og þetta kostaði 5060 krónur og rúsínan í pilsuendanum var svo að þegar ég hringdi í SÍMANN í gærkvöldi nærri hálfum mánuði eftir þennan gjörning þá var þessi ruglari ekki einu sinni skráður það voru nú fínu vinnubrögðin senditíkurinnar.


Um bloggið

Lúsifer

Höfundur

Hermundur Svansson
Hermundur Svansson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband