18.3.2010 | 13:12
Hvað er rétt
Mér finnst nú alveg óþarfi að íslenskir skattgreiðendur bæti á sig kostnaði við þá sem teknir eru með eiturlyf úti í heimi. Fólkið verður bara að sætta sig við afleiðingarnar það tekur áhættu. Ég get engan veginn vorkennt þessu fólki og það er kostur að það gerir ekkert af sér á meðan það situr inni. Eins finnst mér alveg ótækt að í hvert skipti sem eitthvert umtalsvert magn af eiturlyfjum finnst við leit hér á landi þá skuli það ævinlega vera tíundað af fjölmiðlum hversu mikið verðmæti það er í smásölu í stað þess að benda á hversu mikið þetta magn hefði kostað þjóðarbúið í umönnun þessa ólánsfólks sem ánetjast fíkniefnum. Ég held að þessi fréttaflutningur sé nú ekki til þess fallinn að draga úr innflutningi. Þegar fólk meðtekur það í fjölmiðlum hvernig megi með smáinnflutningi hreinlega redda fjárhagsstöðunni úr mínus yfir í plús.
![]() |
Íslensk kona handtekin í Perú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Lúsifer
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.